Vestri fékk lið KA í heimsókn á Ísafjörð um helgina. Vestramenn byrjuðu leikinn vel og náðu fljótt upp þæginlegri forystu á lið KA. KA menn reyndu að svara fyrir sig en þáðu ekki að saxa nógu mikið á forystuna og vann vestri hrinuna 25-17.
Vestramenn gáfu ekkert eftir í annari hrinu og komust strax í 7-0 forystu. Vestri hélt áfram sömu pressu og héldu forystunni út alla hrinuna og höfðu KA menn lítil svör við góðu spili Vestra. Þeir tóku hrinuna 25-15 og því gestrirnir komnir eð bakið upp við vegg og ljóst að þeir þurftu að fara að setja í næsta gír ef þeir ætluðu sér að halda leiknum á lífi.
þriðja hrina var mun jafnari en fyrstu tvær. Liðin voru frekar jöfn þar til um miðja hrinu en þá tóku Vestramenn hægt og rólega fram úr og komust þeir í 17-13. KA menn voru þó ekki hættir og náðu að saxa á forskotið og jafna í 19-19. Eftir það var aldrei meira en eitt stig sem skildi að liðin og fór hrinan í upphækkun þar sem Vestri hafði betur 27-25 og vann því leikinn 3-0.
Vestri er nú í 3. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 11 spilaða leiki og KA menn eru í 5 sæti með 15 stig eftir 10 spilaða leiki.
Næsti leikur Vestra er þann 16. desember þar sem að þeir fara í heimsókn Suður og mæta Stál Úlfi. KA menn spila einnig þann 16. desember en þeir fara til Hveragerðis þar sem að þeir munu mæta Hamri.