HK byrjaði heldur betur leikinn vel og komst yfir 8-1. Afturelding átti smá erfitt með að koma sér í gang en leit út fyrir að öll stemmingin væri HK megin. HK konur voru alltaf skrefinu á undan og unnu hrinuna 25-20.
Afturelding kom hins vegar mun ákveðnari til leiks í hrinu 2 og voru með sterkar uppgjafir. Afturelding hélt pressunni allan tímann og lítið var um lausnir hjá HK. Afturelding vann hrinuna nokkuð örugglega 25-14.
Jafnt var í 3-3 í þriðju hrinu þegar Thelma Dögg fór í uppgjöf fyrir Afturelding og var með 3 ása og kom þeim í 7-3 þegar Bryan, þjálfari HK tók leikhlé. Það virtist ekki virka á Thelmu því hún fór beint inná og skoraði annan ás, HK konur náðu svo góðri móttöku hjá henni og skoruðu og náðu því að taka Thelmu úr uppgjöf. Móttakan hélt hinsvegar áfram að ganga illa hjá HK og tók Bryan aftur leikhlé í stöðunni 15-8. HK konur náðu þá að stilla sig vel í blokk og náðu að minnka forskotið, en í stöðunni 20-17 fyrir Aftureldingu leist Borja, þjálfari Aftureldingar ekki á blikuna og tók leikhlé, Aftureldingakonur kláruðu svo hrinuna 25-19.
HK konur voru ekki búnar að gefast upp og komust í 6-3 í fjórðu hrinu þegar Thelma fór aftur í upggjöf fyrir Aftureldingu, og líkt og í þeirri þriðju hrinu átti hún 2 ása og gerði mikil vandræði í móttöku línu HK. Liðin skiptust svo á stigum og voru löng og flott rallý. Að lokum voru það svo Aftureldinga konur sem náðu að komast yfir í mikilvægri stöðu 21-19 og kláruðu þær svo hrinuna 25-21 og þar með leikinn 3-1.
Stigahæst í liði HK var Heba Sól Stefánsdóttir með 15 stig og í liði Aftureldingar var það Thelma Dögg Grétarsdóttir með 20 stig.
Afturelding er nú 1-0 yfir í einvíginu um að komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Næsti leikur verður í Digranesi, þriðjudaginn 16. April klukkan 19:30. Með sigri hjá Aftureldingu eru þær komnar áfram í úrslit en HK konur þurfa á sigri að halda ef þær vilja halda möguleikanum á að komast í úrslit og tryggja sér oddaleik í þessu einvígi.