Hamar sótti Aftureldingu í Unbrokendeild karla að Varmá. Fyrir leikinn sat Hamar í fyrsta sæti með 35 stig á meðan Afturelding var í því fjórða með 23 stig. Hamar byrjaði fyrstu hrinuna af krafti og leiddu með sex stigum þegar komið var í hálfa hrinu 15-9. Þrátt fyrir mikla baráttu heimamanna náðu þeir aldrei að jafna hrinuna sem Hamar kláraði 25-18.
Afturelding komu inn í aðra hrinu af krafti og leiddu þegar staðan var 16-13. Afturelding héldu áfram og leiddu restina af hrinunni sem endaði 25-18 og var því staðan orðinn jöfn í hrinum 1-1.
Heimamenn komu einbeittir inn í þriðju hrinuna og komu sér snemma í góða stöðu þegar þeir leiddu 12-6. Lítið gekk upp hjá Hamar á meðan Afturelding héldu sterkir áfram og leiddu með þrettán stigum 20-7. Hamarmenn sáu aldrei til sólar í hrinunni sem Afturelding kláraði sannfærandi 25-8.
Gestirnir hristu af sér vandræðin frá þriðju hrinu og komu vel stemmdir inn í þá fjórðu. Þeir leiddu þegar komið var í hálfa hrinu 16-12. Afturelding náði að vinna niður forskot Hamars og jöfnuðu hrinuna í stöðunni 22-22. Hamar gáfu þá aftur í og kláruðu hrinuna 25-23 og var þá staðann 2-2 í hrinum.
Það var Afturelding sem byrjaði betur í oddahrinunni og leiddu þeir 8-5 þegar liðinn skiptu um vallarhelminga. Hamar héldu í við Aftureldingu og jöfnuðu svo hrinuna í stöðunni 13-13. Við tók gríðarlega spennandi endasprettur sem endaði með 15-13 sigri hjá Aftureldingu.