Fréttir - Innlendar fréttir

Afturelding sótti þrjú stig í Neskaupstað

Þróttur Fjarðabyggð tók á móti Aftureldingu í Unbrokendeild kvenna. Gestirnir byrjuðu fyrstu hrinuna vel og leiddu þegar komið var í hálfa hrinu 15-11 þegar heimakonur tóku leikhlé. Eftir leikhléið gaf Afturelding í og komu sér í góða stöðu 22-15. Þróttur héldu samt áfram að vinna á forskotinu en Afturelding kláraði þó hrinuna sterkt 25-20.

Önnur hrinan var jöfn framan af og skiptust liðinn á að halda forustu. Staðan var jöfn 10-10 þegar Afturelding gaf í og breyttist staðann snögglega í 18-11. Þróttur gaf þá í en náði ekki að brúa bilið og Afturelding tók seinni hrinuna 25-19.

Þriðja hrinan var einnig jöfn framan af og leiddu gestirnir með einu stigi þegar komið var í hálfa hrinu 15-14. Þegar leið á seinni helming hrinunnar gaf Afturelding í og kláruðu þær þriðju hrinuna 25-18 og þar með leikinn 3-0. Eftir leikinn situr Afturelding í öðru sæti Unbrokendeildarinnar með 32 stig á meðan Þróttur Fjarðabyggð er í því sjötta með 9 stig.

Stigahæstar í liði Þróttar voru þær Ester Rún Jónsdóttir og Ana Carolina Lemos Piomenta með 11 stig hvor.

Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir með 16 stig og Michelle Traini með 12 stig.