Í dag tók Álftanes á móti Þrótti Fjarðabyggð í úrvalsdeild kvenna. Bæði lið byrjuðu fyrstu hrinuna af krafti en með góðri uppgjafa
pressu náðu heimakonur að byggja forskot í 15-11. Gestirnir náðu ekki að brúa það bil og sigldi Álftanes fyrstu hrinuni nokkuð örugglega í land 25-15.
Önnur hrina byrjaði nokkuð jöfn og skiptust liðinn á stigum en Álftanes náði þá fimm stiga forskoti í stöðunni 15-10. Þróttur sýndi góða spilamensku en Álftanes hélt allan timan forustunni og kláraði hrinuna 25-18.
Með uppgjafa pressu og góðum vörnum náði Álftanes 15-10 forskoti í þriðju hrinu. Gestirnir áttu nokkra góða spretti en Álftanes gekk á lagið og sigraði hrinuna 25-18 og því leikinn 3-0.