Uncategorised

Álftanes tók á móti HK

Screenshot

Þann 15. janúar 2025 tók Álftanes á móti HK.

HK var snemma komin með yfirhönd í hrinunni og náðu mikilvægu forskoti í 8 – 14. Bilið var of mikið og náðu Álftanes ekki að halda í og vann HK fyrstu hrinu 15 – 25.

Önnur hrina byrjaði jöfn en í 6 – 6 náði HK 6 stigum í röð sem kom þeim í 6 – 12. Álftanes gaf í og komst í 12 – 15 og héldu í en náðu alldrei að jafna. HK hélt áfram að spila sinn leik og vann hrinuna 19 – 25.

Bæði lið mættu sterk inn í þriðju hrinu, liðin voru mjög jöfn í byrjun hrinu en náðu HK smá forskoti sem Álftanes náði svo að jafna í 13 – 13. Það var mikill spenna og voru liðin mjög jöfn og í 23 – 23 náði HK að klára hrinuna 23 – 25.