Fréttir - Innlendar fréttir

Álftanes tók á móti Þrótt Reykjavík

Þróttur Reykjavík mættu sterkar til leiks og byrjuðu leikinn 0 – 3, Álftanes náði að halda í en var Þróttur alltaf með nokkra stiga forskot. í 11 – 16 gaf Álftanes í og náði næstum að jafna í 15 – 16 en spilaði Þróttur þá sinn leik og unnu hrinuna 20 – 25.

Þróttur Reykjavík komu aftur sterkari inn í aðra hrinu og byrjuðu hana 1 – 6 og voru því komnar með mikilvægt forskot sem Álftanes átti erfitt með að brúa. Þróttur Reykjavík var með yfirhöndina út alla hrinuna þanga til í 15 – 24 náði Álftanes að stiga upp og tóku 5 stig í röð sem kom þeim upp í 20 – 24 en dugði það ekki til og Þróttur Reykjavík vann hrinuna 20 – 25.

Þriðja hrina byrjaði svipuð og hinar tvær og var Þróttur Reykjavík sterkari og byrjuðu hrinuna 1 – 14 sem setti Álftanes í mjög vonda stöðu, Álftanes reyndi að halda í en dugði það ekki til og vann Þróttur Reykjavík hrinuna 10 – 25 og því með leikinn 0 – 3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *