Erlendar fréttir

Bikarhelgi framundan hjá Hafsteini og félögum

4. janúar mættu Habo Wolley Hylte Halmstad á heimavelli í fyrsta leik ársins. Hylte höfðu betur og sigruðu leikinn 3-0.

Þann 11. janúar mættu Habo Wolley Malmö VK á útivelli. Habo Wolley sigruðu leikinn sannfærandi 3-0 ( 25-17, 15-12 og 15-13).

Helgina 18 og 19 janúar fer fram bikarhelgin í Svíþjóð í Uppsala. Hafsteinn og félagar eru í undanúrslitum laugardaginn 18. janúar kl 14:30 á íslenskum tíma þar sem að þeir munu spila gegn Lunds VK. Sunnudaginn 19. janúar er leikurinn um 3. sætið spilaður kl 10:30 á ísl tíma og leikurinn um 1. sætið kl 15:30 á ísl tíma.

Við óskum Hafsteini og félugum góðs gengis og minnum við á að hægt er að fylgjast með leikjunum inn á eftirfarandi síðu:

https://www.volleytv.se/sv/home