Erlendar fréttir

Conegliano Ítalskir bikarmeistarar 2025

Um helgina fór fram keppnin um ítalska bikarmeistaratitilinn. Í gær fóru fram fjagraliða úrslitin þar sem Conegliano og Novara áttust við þar sem Conegliano sigruðu leikinn nokkuð örugglega. Í hinum leiknum áttust við liðin Milano og Scandicci. Sá leikur var heldur meira spennandi þar sem Milano hafði betur í oddahrinu.

Í dag fór fram úrslitaleikurinn og voru það sigurvegara úr leikjum gærdagsins sem mættu til leiks, Conegliano og Milano. Fyrsta hrina var gríðarlega spennandi þar sem liðin skiptust á stigum og fór hrinan í upphækkun þar sem Conegliano hafði betur á endanum og unnu hrinuna hvorki meira né minna en 37-35.

Í annari hrinu höfðu Conegliano yfirhöndina allan tíma og var sigurinn aldrei í hættu í hrinunni og unnu þær 25-20.

Þriðja hrina var örlítið meira spennandi en sú önnur en Conegliano voru alltaf með tök á hrinunni samt sem áður. Þær byrjuðu að síga meira og meira fram úr þegar leið á hrinuna og unnu hrinuna á endanum 25-20 og unnu þar með leikinn 3-0 og eru þar af leiðandi Ítalskir bikarmeistarar sjötta árið í röð og halda þær áfram að sýna að þær eru eitt besta lið í heiminum.