Erlendar fréttir

Danska deildin komin á fullt

Í vikunni byrjaði danska deildin og er allt komið á fullt núna. Laugardaginn 28. september spilaði Holte og Odense volleyball sínu fyrstu leiki í deildinni á tímabilinu.

Gentofte – Holte

Holte fór í heimsókn til Gentofte þar sem að þær spiluðu sinn fyrsta leik tímabilsins.

Fyrsta hrina byrjaði jöfn og skiptust liðin á því að skora upp að stöðunni 6-6. Þá komu Gentofte sér í 9-6 forystu þegar að þjálfari Holte tók leikhlé. Holte voru ekki lengi að koma sér í gang og jöfnuðu Gentofte í stöðunni 11-11. Eftir það var hrinan hníf jöfn og skoruðu liðin til skiptis. Í stöðunni 16-16 gáfu Holte í og komu sér í 16-20 forystu. Gentofte náðu hægt og rólega að minka muninn og jöfnuðu Holte í stöðunni 23-23. Eftir spennandi og jafna hrinu höfðu Holte betur og sigruðu fyrstu hrinuna 24-26.

Holte voru í gír og byrjuðu aðra hrinuna að krafti þar sem að þær komu sér í 2-6 forystu. Með sterkum sóknum og uppgjöfum Holte héldu þær forystunni 3-12. Gentofte voru í vandræðum með Holte og sigruðu Holte hrinuna sannfærandi 14-25.

Þriðja hrina byrjaði jöfn en voru Holte ekki lengi að því að ná forskoti og leiddu hrinuna 13-7. Eins og í hrinu 2. voru Gentofte í vandræðum með Holte og tóku Holte hrinuna 14-25 og sigruðu þar með leikinn 0-3.

Leikmenn leiksins voru þær Clara Therese Christenssen og Sara Ósk Stefánsdóttir.

Næsti leikur Holte er laugardaginn 5. október þar sem að þær fá Brøndby í heimsókn.

Odense Volleyball – ASV Elite

Odense Volleyball spiluðu einnig sinn fyrsta leik á tímabilinu og fengu þeir ASV Elite á heimavöll sinn.

Odense Volleyball byrjuðu leikinn að krafti og leiddu 8-4 og 16-11. Með sterkum uppgjöfum og sóknum Odense Volleyball voru ASV í vandræðum og náðu aldrei að koma sér almennilega inn í hrinuna. Odense Volleyball sigruðu hrinuna sannfærandi 25-16.

ASV Elite komu sterkir inn í aðra hrinu og leiddu 4-8. Um miðja hrinu gáfu Odense Volleyball í og leiddu 16-13. Eftir það voru ASV í vandræðum með sterka hávörn Odense Volleyball og tóku heimamenn hrinuna 25-20.

Þriðja hrina var að sama skapi og sú fyrsta þar sem að Odense Volleyball byrjuðu að krafti og leiddu 8-5 og 16-9. ASV náðu þó að setja í gír og koma sér inn í hrinuna en ekki dugði það til og sigruðu Odense Volleyball hrinuna 25-19.

Sigurd Varming var stigahæðstur fyrir lið Odense Volleyball með heil 22 stig.

Næsti leikur Odense Volleyball er laugardaginn 5. október þar sem að þeir munu fara í heimsókn til Ikast.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *