Innlendar fréttir

Fjórföld gleði í Varmá um helgina

Um helgina mættu Afturelding Þrótti Reykjavík bæði kvenna og karla megin á laugardeginum og KA á sunnudeginum.

Afturelding – Þróttur Reykjavík KK

Fyrsta hrina byrjaði jöfn upp að stöðunni 7-7. Þá gáfu Aftuelding í og komu sér í 10-7 forystu. Heimamenn voru sterkir og héldu áfram að leiða hrinuna og stóðu leikar í 18-11. Þá gáfu Gestirnir hressilega í og minkuðu muninn í 18-16. Afturelding létu það þó ekki stoppa sig og lokuðu hrinunni 25-21.

Þróttur Reykjavík komu sterkir inn í aðra hrinu og leiddu 3-6. Afturelding náðu þó hægt og rólega að minka muninn og jöfnuðu í stöðunni 11-11 og náðu 15-13 forystu. Þróttur Reykjavík gáfu þá í og leiddu leika 16-19. Afturelding náðu að halda í við Þrótt Reykjavík en ekki dugði það til og tóku gestirnir aðra hrinu 22-25.

Afturelding komu inn í þriðju hrinu með krafti og leiddu 6-1. Í stöðunni 8-3 settu Þóttur Reykjavík í fimmta gír og tóku sjö stig í röð og leiddu leika 8-10. Eftir það var hrinan nokkuð jöfn þangað til í stöðunni 16-16, þá gáfu Afturelding í og komust í 22-16 forystu. Afturelding lokuðu síðan hrinunni 25-18.

Bæði lið komu sterk inn í fjórðu hrinu þar sem að hún var hníf jöfn. Undir lok hrinunnar gáfu Þróttur Reykjavík í og sigruðu hrinuna 20-25 og knúðu þar með fram oddahrinu.

Þróttur Reykjavík náðu fljótt forskoti og leiddu hrinuna 2-4 og 8-5. Afturelding héldu í við gestina en ekki dugði það til og lokuðu Þróttur Reykjavík hrinunni 12-15 og sigruðu þar með leikinn 2-3.

Næsti leikur Þrótt Reykjavík er laugardaginn 2. nóvember þar sem að þeir halda til Akureyrar og mæta KA.

Afturelding – KA KK

Eftir að Aftureldingar menn höfðu leikið gegn Þrótti Reykjavík á laugardeginum var komið að því að mæta KA á sunnudeginum.

Leikurinn byrjaði jafn en KA voru fljótir að gefa í og náðu forskoti í 9-14. Afturelding náðu að minka muninn í 15-17 og eftir það var hrinan nokkuð jöfn. KA héldu þó forskotinu út hrinuna og lokuðu hrinunni 20-25.

Önnur hrina var æsispennandi og jöfn þar sem að það voru aldrei meira en tvö stig sem skildu liðin að. KA menn voru þó sterkari og sigruðu aðra hrinuna 23-25.

Afturelding voru þar með komnir með bakið upp við vegg þar sem að KA leiddu leikinn 0-2 í hrinum. Þriðja hrina var að sama skapi og sú önnur þar sem að liðin voru jöfn alla hrinuna. KA menn höfðu betur og lokuðu hrinunni 23-25 og sigruðu þar með leikinn 0-3.

Næsti leikur KA er laugardaginn 2. nóvember þar sem að þeir munu mæta Þrótti Reykjavík á heimavelli.

Næsti leikur Aftureldingar er miðvikudaginn 30. október þar sem að þeir halda til Hveragerðis og leika gegn Hamri.

Mynd tekin af Instagram síðu Aftureldingar

Afturelding – Þróttur Reykjavík KVK

Laugardaginn 19. október mættu Aftureldingar konur einnig Þrótti Reykjavík líkt og strákarnir.

Þróttur Reykjavík komu sterkar inn í leikinn og leiddu 0-4. Afturelding voru þó ekki lengi að því að rífa sig í gang og jöfnuðu gestina í 7-7. Um miðja hrinuna settu heimkonur í fimmta gír og komu sér í 20-13 forystu. Þróttur Reykjavík voru í vandræðum með Aftureldingu og tóku heimakonur fyrstu hrinuna 25-14.

Afturelding voru í stuði og byrjuðu aðra hrinuna vel þar sem að þær leiddu leika 6-0. Þróttur Reykjavík náðu hægt og rólega að komast nær Aftureldingu og náðu að minka muninn í 12-10. Heimakonur voru ekki sáttar með það, gáfu í og komu sér í 20-14 forystu. Þróttur Reykjavík héldu í við Aftureldingu en ekki dugði það til og sigruðu hreimakonur aðra hrinuna 25-18.

Afturelding byrjuðu þriðju hrinu vel og leiddu 8-4. Áfram voru heimakonur sterkar og héldu forskotinu 17-11. Líkt og í annari hrinu héldu Þróttur Reykjavík sér inni í hrinunni sem ekki dugði þó til gegn sterku liði Aftureldingar og sigruðu heimakonur hrinuna 25-20 og þar með leikinn 3-0.

Næsti leikur Þrótt Reykjavík er laugardaginn 2. nóvember þar sem að þær halda til Akureyrar og mæta KA konum.

Afturelding – KA KVK

Líkt og karla lið Aftureldingar mættu þær KA á sunnudeginum eftir að hafa spilað gegn Þrótti Reykjavík á laugardeginum.

KA konur mættu sterkar til leiks og komu sér í 2-6 forystu. Í stöðunni 4-7 gáfu heimakonur í, tóku fimm stig í röð og leiddu leika 9-7. Um miðja hrinu settu KA konur í lás og sigruðu fyrstu hrinu 16-25.

Aftureldingar konur komu að krafti inn í aðra hrinu og leiddu 6-1. KA voru þó ekki lengi að því að koma sér í gír og jöfnuðu í 6-6. Eftir það var hrinan jöfn og spennandi sem endaði með upphækkun þar sem að Aftuelding voru sterkari og sigruðu hrinuna 27-25.

KA konur byrjuðu þriðju hrinu vel og leiddu 0-4. Afturelding náðu að vinna sig upp og jöfnuðu í stöðunni 8-8. Eftir það var hrinan nokkuð jöfn og höfðu KA konur betur og lokuðu hrinunni 23-25.

KA konur voru í stuði og leiddu fjórðu hrinu 6-12. Afturelding voru í vandræðum með gestina og leiddu KA hrinuna 10-20. Með sterku spili KA náðu Afturelding ekki að halda í við þær og sigruðu KA konur hrinuna 15-25 og þar með leikinn 1-3.

Næsti leikur KA er laugardaginn 2. nóvember þar sem að þær mæta Þrótti Reykjavík.

Næsti leikur Aftureldingar er einnig laugardaginn 2. nóvember en aftur á heimavelli þar sem að þær fá Völsung í heimsókn.

Mynd tekin af Instagram síðu Aftureldingar