Zilina tók á móti Slavia í gær í úrvalsdeildinni í Slóvakíu. Fyrir leikinn sat Zilina í fjórða sæti á meðan Matthildur og liðsfélagar hennar í Slavia tróna enn á toppnum.
Fyrsta hrinan var jöfn framan af þar sem bæði liðin skiptust á að leiða og stóðu leikar jafnir í 14-14. Zilina sótti þá næstu þrjú stig og varð því staðan snögglega 17-14 þegar Slavia tók leikhlé. Slavia átti erfitt með að finna aftur taktinn og kláraði Zilina fyrstu hrinuna 25-19.
Zilina byrjaði aðra hrinuna betur og leiddu snemma leiks 10-5 þegar slavia tók leikhlé. Allt gekk á aftur fótunum hjá gestunum á meðan Zilina spilaði góðan leik og kláraði aðra hrinuna örugglega 25-15.
Zilina byrjaði aftur betur og náðu fljótt yfirhöndinni í þriðju hrinu og leiddu heimakonur 12-6. Þrátt fyrir góða baráttu náði Slavia ekki að vinna upp það forskot og tók Zilina þriðju hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-0.
Eftir leikinn situr Slavia en í fyrsta sæti með 30 stig á meðan Zilina verður að láta fjórða sætið duga þar sem þær eru með 22 stig.