Erlendar fréttir

Fyrstu leikirnir á árinu í Danmörku

Odense Volleyball

Þann 11. janúar spilaði Odense Volleyball þar sem að þeir Ævarr Freyr og Galdur Máni spila sinn fyrsta leik á árinu. Leikurinn var á heimavelli Odense Volleyball þar sem að þeir fengu Hvidovre í heimsókn. Odense Volleyball sigruðu leikinn nokkuð sannfærandi 3-0 ( 25-18, 25-16, 25-23).

Þann 16. janúar mættu Odense Volleyball nágrönnum sínum DHV Odense á útivelli. Leikurinn fór ekki vel fyrir Odense Volleyball þar sem að ungt lið DHV Odense sigruðu leikinn 3-2 ( 17-25, 25-21, 15-25, 25-17, 15-13).

Odense Volleyball liggja nú í 3. sæti deildarinnar og eiga næsta leik sunnudaginn þann 19. janúar þar sem að þeir fá Amager í heimsókn.

Holte

Holte spiluðu sinn fyrsta leik 11. janúar þar sem að þær fengu Holstedbro í heimsókn. Holte sigraði leikinn sannfærandi 3-0 (25-13, 25-20, 25-16).

Þann 14. janúar spiluðu Holte í fyrsta sinn sem gestir á heimavelli sínum þar sem að þær mættu Farum VK. Farum VK eru í fyrsta sinn að spila í efstu deild en hafa leikið í 1. deild fram að þessu tímabili. Liðið er fullt af ungum og duglegum spilurum. Holte sigraði leikinn 3-0 ( 25-16, 25-14 og 25-6).

Holte hefur enn ekki tapað hrinu en næsti leikur þeirra er sunnudaginn 19. janúar þar sem að þær mæta sínum aðal keppinautum ASV Elite í Aarhus.