Erlendar fréttir

Habo Wolley í öðru sæti í sænsku bikarkeppninni

Þann 19. janúar mættu Habo Wolley Floby VBK í úrslitum um sænska bikarinn.

Leikurinn byrjaði jafn þar sem að liðin skiptust á því að skora. Habo Wolley héldu þó 2-4 stiga froskoti fram að miðri hrinu. Floby VBK jöfnuðu Habo Wolley í stöðunni 16-16 og komu sér í 18-20 forystu. Habo Wolley komu sér þó í góða stöðu og leiddu hrinuna 24-23. Floby VBK létu það þó ekki stoppa sig og jöfnuðu í 24-24. Habo Wolley höfðu sénsinn á því að loka hrinunni í stöðunni 25-24 og lokaði Hafsteinn Már hrinunni með glæsilegri hávörn sem kom Habo Wolley í 1-0 í hrinum.

Önnur hrina var æsispennandi og hníf jöfn þar sem að liðin skoruðu til skiptis. Undir lok hrinunnar komu Floby VBK í forystu og leiddu hrinuna 19-22. Floby VBK lokuðu hrinunni 20-25 og jöfnuðu leikinn í 1-1.

Þriðja hrina byrjði að sama skapi og sú önnur þar sem að liðin voru jöfn. Um miðja hrinu náðu Floby VBK forystu og leiddu 9-14. Floby voru í góðum gír og keyrðu á Habo Wolley og stóðu leikar í 10-20 fyrir Floby VBK. Floby VBK sigruðu hrinuna sannfærandi 13-25.

Habo Wolley voru komnir með bakið upp við vegg og þurftu að á sigri að halda í hrinunni til þess að knúa fram oddahrinu. Fjórða hrina byrjaði þó að sama skapi og sú þriðja þar sem að liðin voru jöfn fram að miðri hrinu. Þá gáfu Floby VBK í og leiddu 9-16. Ekkert virtist ganga upp fyrir Habo Wolley og sigruðu Floby hrinuna 15-25 og þar með leikinn 1-3.

Habo Wolley enduðu því í öðru sæti um sænska bikarinn. Stigahæðstur í liði Habo Wolley var Algot Danielsson með 18 stig og fyrir Floby VBK var Viktor Lindberg stigahæðstur með heil 31 stig.