Fréttir - Innlendar fréttir

Hamar með 3-0 sigur á heimavelli

Í gærkvöldi tók Hamar á móti Aftureldingu í Unbrokendeild karla. Fyrir fram var búið við hörkuleik þar sem síðasti leikur milli liðanna fór 3-2 fyrir Hamri.

Hamar byrjaði leikinn vel og voru yfir 15-9 og gékk lítið upp hjá Aftureldingu og vann Hamar fyrstu hrinu 25-19.

Hamarsmenn byrjuðu aðra hrinuna virkilega vel og komust í 6-0, Afturelding reyndi að minnka munin en það tókst ekki og líkt og fyrstu hrinuna unnu Hamarsmenn 25-19

Afturelding hrukku síðan í gang í þriðju hrinu og komust yfir 5-2. Afturelding var yfir alla hrinuna þangað til að Hamar náði að jafna í stöðunni 21-21. Gríðarlega spennandi lokakafli á hrinunni sem endaði 27-25 fyrir Hamri og þar með unnu þeir leikinn 3-0

Ekki er vitað stigaskor úr leiknum

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *