Fréttir - Innlendar fréttir

Hamar með öruggan sigur

Þróttur Fjarðabyggð tók á móti Hamar í Unbrokendeild karla í gær. Gestirnir settu fljótt línuna fyrir leiknum og leiddu snemma í fyrstu hrinu 14-7 þegar Þróttur tók leikhlé. Heimamenn náðu ekki að vinna upp það forskot sem Hamar náði að byggja upp og unnu þeir fyrstu hrinuna 25-16.

Hamar byrjaði af gríðalegum krafti í annarri hrinu og bygðu sér góða forustu 13-4. Þróttur náði að vinna sig inn í hrinuna en jöfnuðu þó aldrei hrinuna sem Hamar sigraði 25-18.

Þriðja hrina var nokkuð jöfn til að byrja með og stóðu leikar jafnir í stöðunni 8-8. Hamar setti þá í næsta gír og tóku þeir yfir hrinuna. Hamar kláraði svo hrinuna örugglega 25-16 og þar með leikinn 3-0. Eftir leikinn situr Hamar á toppi deildarinnar með 35 stig á meðan Þróttur Fjarðabyggð er í því áttunda með 8.

Stigahæstur hjá Hamar var Tomek Leik með 15 stig. Stigahæstur hjá Þrótti var Jose Federoco Martin með 10 stig.