Fréttir - Innlendar fréttir

Hamar skrifaði undir við tvo nýja leikmenn

Þeir Benedikt Tryggvason og Olaf Warchalowski skrifuðu undir hjá Hamar í vikunni.

Benedikt er uppalinn í Stjörnunni þar sem hann spilaði þangað til blakdeildinn leystist upp í Garðabæ. Hann hefur verið frá blaki í nokkur ár og seinast spilaði hann með HK tímabilið 2018/2019, Olaf kemur frá lotnik Łęczyca í Póllandi. Spennandi verður að sjá hvernig þessi liðstyrkur kemur til með að hjálpa Hamar í seinni hluta tímabilsins.