Þróttur Fjarðabyggð tók á móti HK í Unbrokendeild karla. Heimamenn byrjuðu fyrstu hrinuna betur og leiddu 15-11 þegar HK tók leikhlé. Gestirnir frá Kópavogi náðu ekki að vinna upp forskotið sem Þróttur náði að byggja sér og kláruðu heimamenn hrinuna 25-19.
Þróttur byrjaði aðra hrinuna betur og leiddu framan af þar til HK gáfu í og komu sér í tveggja stiga forustu 11-13 þegar Þróttur tók leikhlé. HK héldu einbeittir út hrinuna og leiddu þar til þeir kláruðu hrinuna 21-25.

Þriðja hrinan var einnig jöfn framan af þar sem liðinn skiptust á að leiða. HK náði þó yfirhöndinni þegar komið var í miðja hrinu og leiddu þeir 11-15. Þróttur fékk gult spjald í stöðunni 15-19 fyrir HK sem leiddu þar til þeir kláruðu hrinuna 20-25.
Þróttur átti erfitt uppdráttar í fjórðu hrinu og stjórnaði HK alveg hrinunni. Gestirnir leiddu 12-17 þegar Þróttur tók leikhlé. Lítið gékk upp hjá heimamönnum og sigraði HK fjórðu hrinuna sannfærandi 15-25 og þar með leikinn 1-3. Eftir leikinn situr HK í sjötta sæti með 15 stig á meðan Þróttur er í því áttunda með 8 stig.
Stigahæstur í liði Þróttar var Jose Federico Martin með 19 stig.
Stigahæstur í liði HK var Tómas Davidsson með 13 stig.