Erlendar fréttir

Holte halda sér á toppi deildarinnar

ASV Elite – Holte

Þann 19. janúar mættu Holte sínum aðal keppinautum ASV Elite á útivelli. Seinast þegar liðin mættust sigraði Holte 3-0 en mátti búast við því að ASV mættu grimmar til leiks og hungraðar í það að sigra Holte.

ASV Elite byrjuðu leikinn vel og leiddu 5-2. Holte voru ekki lengi að koma sér í gír og jöfnuðu í stöðunni 9-9. Eftir það var hrinan æsispennandi og skiptust liðin á því að skora. Holte lokuðu hrinunni í upphækkun í stöðunni 24-26.

Önnur hrina var æsispennandi og hníf jöfn þar sem að liðin skoruðu til skiptis. Undir lok hrinunnar gáfu ASV Elite í og komu sér í 24-19 forystu. ASV Elite lokuðu hrinunni í stöðunni 25-21 og voru þar með fyrsta liðið til þess að taka hrinu af Holte.

ASV Elite voru í gír og byrjuðu á því að leiða þriðju hrinu 11-5. ASV Elite voru með yfirhöndina í hrinunni og höfðu tak á Holte og stóðu leikar í 20-13. ASV Elite sigruðu þriðju hrinuna 25-14.

ASV Elite leiddu 2-1 í hrinum og var Holte komið með bakið upp við vegg. Hrinan byrjaði jöfn en um miðja hrinu gáfu Holte í og komu sér í 10-15 forystu. Holte voru búnar að koma sér í góða stöðu 21-24 þegar að ASV Elite gáfu í og jöfnuðu í 24-24. Eftir æsispennandi endasprett á hrinunni lokuðu Holte hrinunni 26-28 og knúðu þar með fram oddahrinu.

Oddahrinan var hníf jöfn og æsispennandi. Holte lokuðu hrinunni 13-15 og sigruðu þar með leikinn 2-3.

Leikmaður leikins var Frida Brinck.

Brøndby – Holte

Laugardaginn 25. janúar mættu Holte Brøndby á útivelli.

Leikurinn byrjaði jafn en um miðja hrinu gáfu Holte í og leiddu 9-14 og 14-22. Þá settu Brøndby í lás og jöfnuðu Holte í 22-22 og komu sér í þæginlega stöðu 24-22. Holte gáfust þó ekki upp og komu hrinunni í upphækkun og sigruðu hrinuna 27-29.

Önnur hrina byrjaði einnig jöfn en um miðja hrinu gáfu Holte í og komu sér í 12-17 forystu. Holte lokuðu hrinunni 18-25.

Þriðja hrina var að sama skapi og fyrsta og önnur hrina þar sem að liðin byrjuðu jöfn en um miðja hrinu gáfu Holte í og komu sér í 13-20 forystu. Holte sigraði hrinuna 19-25 og sigruðu þar með leikinn 0-3.

Leikmaður leiksins var Helena Elbæk.

Næsti leikur Holte er laugardaginn 1. febrúar þar sem að þær halda til Odense og keppa í höllinni þar í undanúrslitum um danska bikarinn. Leikurinn er kl 13:30 á íslenskum tíma og munu þær mæta Brøndby.

Hægt er að fylgjast með öllum leikjum bikarhelgarinnar í Danmörku inn á: https://www.danskvolley.tv/da/home