Laugardaginn 9. nóvember mættu Holte Køge sem liggja á botni deildarinnar.
Ekki er mikið hægt að segja frá leiknum þar sem að Holte mættu sterkar til leiks og sigruðu leikinn 8-25, 9-25 og 10-25. Leikmaður leiksins var Sara Ósk.
Sunnudaginn 17. nóvember héldu Holte til Aarhus þar sem að þær mættu ASV Aarhus.2 í 16 liða úrslitum í dönsku bikarkeppninni.
ASV mættu sterkar til leiks og mætti segja að þær hafi komið Holte á óvart með góðu spili og baráttu. Hrinan byrjaði jöfn og skiptust liðin á því að skora. Um miðja hrinu gáfu Holte í og komu sér í 13-18 forystu. ASV 2. héldu áfram góðri baráttu en höfðu Holte þó betur og sigruðu hrinuna 16-25.
Holte komu með hausinn betur skrúaðan á inn í aðra hrinu og leiddu 2-8. ASV 2. voru í vadræðum með sterkt lið Holte og leiddu Holte hrinuna 8-20. Holte sigruðu aðra hrinuna 10-25.
Þriðja hrina var að sama skapi og sú önnur þar sem að Holte byrjuðu hrinuna vel og leiddu 3-12 og 7-18. Holte sigruðu hrinuna 12-25 og þar með leikinn 0-3. Holte er þar með búið að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum í dönsku bikarkeppninni.
Leikmaður leiksins var frelsingi og fyrirliði Holte hún Nora Møllgaard.
Næsti leikur Holte er sunnudaginn 24. nóvember þar sem að þær taka á móti Ikast.