Sunnudaginn 2. febrúar fóru fram úrslitaleikirnir um danska bikarmeistaratitilinn.
Úrslitaleikur KVK
Holte mættu ASV Elite í úslitum. Holte mættu sterkar til leiks og tóku fyrstu hrinuna sannfærandi 25-14. Önnur hrina var jafnari og voru ASV Elite með yfirhöndina 12-19. Holte náðu þó að minka muninn sem ekki dugði þó til og lokuðu ASV Elite hrinunni 23-25. Þriðja hrina var að sama skapi og sú fyrsta þar sem að Holte voru mun sterkari en ASV Elite og sigruðu hrinuna 25-14. Fjórða hrina var mun jafnari en sú þriðja en voru Holte konur þó sterkari og sigruðu hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-1.
Holte konur tryggðu sér þar með danska bikarmeistaratitilinn 2024.
Clara Windeleff í liði Holte var valin MVP helgarinnar kvennamegin.

Úrslitaleikur KK
Odense Volleyball mættu Gentofte í úrslitaleik karla. Líkt og í undanúrslitunum var úrslitaleikurinn æsispennandi frá fyrstu mínútu. Gentofte höfðu betur í fyrstu hrinu og sigruðu hana 20-25. Önnur hrina var æsispennandi en höfðu Gentofte betur og lokuðu hrinunni 26-28. Odense Volleyball voru því komnir með bakið upp við vegg en létu það þó ekki stoppa sig þar sem að þeir komu í fimmta gír inn í þriðju hrinu og sigruðu hrinuna sannfærandi 25-12. Fjórða hrina var að sama skapi og þær fyrstu tvær þar sem að liðin voru hníf jöfn. Odense Volleyball voru sterkari og sigruðu hrinuna 25-22 og knúðu þar með fram oddahrinu. Fimmta hrina var jöfn fram að stöðunni 8-8 en þá settu Odense Volleyball í lás og sigruðu hrinuna 15-9.
Odense Volleyball tryggðu sér þar með danska bikarmeistaratitilinn þriðja árið í röð.
Hjá körlunum var hann Sigurd Varming valinn MVP helgarinnar.

Við óskum þeim Söru, Ævarri og Galdri innilega til hamingju með titlana!