Þróttur Fjarðarbyggð tók á móti KA í Unbrokendeild kvenna í gær. Fyrir leikinn sat Þróttur í 6.sæti á meðan KA deildi toppsætinum með Völsung þar sem bæði lið voru með 24 stig.
KA byrjaði fyrstu hrinuna vel og leiddu snemma leiks. Þróttur var þó ekki langt á undan og leiddi KA með einu stigi í stöðunni 13-12. Þá gáfu gestirnir í og leiddu snögglega 19-12. Heimakonur áttu fá svör við öflugum leik KA sem kláraði hrinuna sterkt 25-16.

Önnur hrina spilaðist mjög svipað og sú fyrri þar sem KA leiddi aftur með einu stigi í stöðunni 13-12. Þróttur hleypti KA þó ekki jafn langt á undan sér eins og í fyrstu hrinu en gestirnir leiddu enn í stöðunni 20-18. Þá setti KA í næsta gír og kláruðu þær hrinuna 25-19.

KA byrjaði aftur betur og leiddu þegar komið var í hálfa hrinu 15-10. Þrátt fyrir góðan leik náði Þróttur ekki að jafna hrinuna sem KA kláraði 25-19 og unnu þar með leikinn 3-0
KA situr þá á toppi deildarinnar með 27 stig eftir 10 leiki.
Stigahæst í liði KA var Julia Bonet Carreras með 27 stig.
Stigahæstar í liði Þróttar voru þær Ester Rún Jónsdóttir og Ana Carolina Lemos Pimenta með 10 stig hvor.