DHV – Holte
Laugardaginn 2. desember hélt Holte til Odense þar sem að þær spiluðu á móti DHV Odense.
Holte byrjuðu leikinn sterkt og komu sér í 3-8 forystu. Bæði lið spiluðu vel og var hrinan nokkuð jöfn en Holte hélt þó alltaf yfirhöndinni. Um miðja hrinuna gáfu Holte konur í og komust í 13-19. DHV áttu erfitt með að komast á strik og lokuðu Holte hrinunni 16-25.
Önnur hrina byrjaði jöfn þar sem að liðin skiptust á því að skora. DHV náðu jafnt og þétt að koma sér fram úr Holte og var staðan orðin 21-14 fyrir DHV. Þá settu Holte í lás og jöfnuðu í stöðuna 23-23 og stálu hrinunni 23-25.
Holte komu inn í 3. hrinu í góðum gír þar sem að þær komu sér í 0-8 forystu. DHV áttu erfitt með að halda í við Holte og var staðan 2-13. Holte gáfu ekkert eftir og sigruðu hrinuna 5-25 og þar með leikinn 0-3.
Leikmenn leiksins voru miðjurnar Sara Ósk og Katrine Buhl.
Næsti leikur Holte er næstkomandi laugardag kl 13:00 á íslenskum tíma þar sem að þær fá ASV Elite í heimsókn en það má búast við spennandi leik þar sem að liðin eru á toppi deildarinnar og verður þetta því toppslagur.
Brøndby VK – Gentofte
Seinasta laugardag fór Gentofte í heimsókn til Brøndby þar sem að þær spiluðu seinasta deildarleikinn sinn á árinu.
Brøndby byrjuðu leikinn sterkt þar sem að þær náðu 12-7 forystu. Brøndby spiluðu vel og héldu forystunni og var staðan 16-9 og 20-14. Eftir að heimakonur höfðu verið með góða forystu alla hrinuna lokuðu þær henni 25-17.
Önnur hrina byrjaði með sama skapi og sú fyrsta þar sem Brøndby voru sterkari og náðu 6-1 forystu. Heimakonur gáfu ekkert eftir og var staðan 12-5 og 19-8. Gentofte gáfu þó í og náðu að minka muninn í 22-18. Það dugði ekki til og sigruðu heimakonur hrinuna 25-18.
Ekki var mikil breyting á 3. hrinu líkt og í fyrstu tveimur þar sem að Brøndby byrjuðu með krafti og komust í 15-3 og 19-5 forystu. Heimakonur voru með í 5. gír og sigruðu hrinuna 25-9 og þar með leikinn 3-0.
Þetta var ekki besti leikur Gentofte en það vantaði einnig Elísabetu í liðið þar sem að hún var frá vegna veikinda en hún spilar stórt hlutverk í liðinu og átti Gentofte því erfitt með andstæðinga leiksins.
Næsti leikur Gentofte er 17. desember þar sem að þær fara til Bedsted og spila á móti 1. deildar liðinu þar í 8. liða úrslitum í bikarnum.
ASV Elite – Odense Volleyball
Á laugardaginn var fór Odense Volleyball í heimsókn til Aarhus.
Ekki áttu Odense Volleyball sinn besta leik þar sem að þeir töpuðu 3-1 (25-17, 25-20, 15-25 og 25-21).
Slæm byrjun í fyrstu hrinu hjá Odense Volleyball hafði áhrif á framistöðu þeirra í fyrstu og annarri hrinu og náðu þeir ekki að koma sér á strik aftur. Í 3. hrinu gerði þjálfari Odense Volleyball breytingu á liðinu sem skilaði þeim sigri í 3. hrinunni. ASV byrjuðu 4. hrinuna þó vel og voru 5-1 yfir. Odense Volleyball voru í eltingarleik alla hrinuna en voru nálægt því að ná heimamönnum í stöðunni 18-17 en undir lokin gerðu þeir heldur mörg dýr mistök sem kostuðu þá sigrinum. ASV vann því hrinuna 25-21 og sigruðu þar með leikinn 3-1.
Næsti leikur Odense Volleyball er fimmtudaginn 7. desember gegn Middelfart kl 20:00.
Hægt er að nálgast alla leiki dönsku deildarinnar inná: