Leikur í 8-liða úrslitum í kjörísbikar kvenna fór fram síðast liðinn föstudag í KA heimilinu þar sem KA konur tóku á móti Þrótti Reykjavík. Greinilegt var strax í upphafi leiks að heimakonur voru staðráðnar í því að komast í höllina og unnu leikinn nokkuð þæginlega 3-0, 25-15, 25-11 og 25-16 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum sem fram fer í Digranesi í byrjun mars.
Stigaskor leikmanna er ekki vitað.
Í dag tóku KA menn á móti Þrótti Reykjavík í Unbroken deild karla í blaki. Um var að ræða toppslag og því mátti búast við hörku leik. Heimamenn byrjuðu af krafti og voru með yfirhöndina í byrjun hrinunar. Í stöðunni 12-7, fyrir KA ákváðu Þróttarar að taka leikhlé til að stoppa skriðið sem var komið á heimamenn. Áfram gekk frekar erfiðlega fyrir Þróttarana að skora stig og komast framhjá hávörn heimamanna. KA menn gáfu ekkert eftir og unnu hrinuna 25-15.
Önnur hrina var í við meira spennandi. Gestirnir voru strax í upphafi með yfirhöndina en KA menn voru aldrei langt undan. Heimamenn gáfu þá örlítið í og komist yfir í fyrsta skiptið í hrinunni 10-9 og tóku þá Þróttarar leikhlé. KA menn héldu áfram í sama gír og bættu bara í forystuna. Þróttarar taka sitt annað leikhlé í stöðunni 21-14 fyrir KA. Gestirnir halda þó áfram að berjast og ná að minnka muninn í 24-20 en að lokum taka KA menn hrinuna 25-20.
Gestirnir koma svo af krafti inn í þriðju hrinu, þeir voru hvergi nærri búnir að gefast upp. Þeir ná fljott upp 5 stiga forystu, 5-10, og voru með tökin á hrinunni. Þeir héldu áfram að byggja ofan á forskotið og tók KA leikhlé í stöðunni 9-17 Þrótti í vil. Þróttarar unnu hrinuna að lokum nokkuð örugglega 13-25. Með því náðu Þróttarar að halda leiknum á lífi og knýja fram aðra hrinu.
Fjórða hrina byrjaði virkilega jöfn en um miðja hrinu byrjuðu heimamenn að síga frammúr og náðu upp fjögra stiga forystu, 18-14. Heimamenn náðu að halda þeirri forystu út hrinuna og vinna að lokum 25-18 og þar með leikinn 3-1 og nældu þeir sér í mikilvæg þrjú stig.
Stigaskot leikmanna er ekki vitað.