Erlendar fréttir

Lunds VK – Habo Wolley

Laugardaginn 25. janúar fóru Habo Wolley í heimsókn á heimavöll Lunds VK.

Lunds byrjuðu leikinn vel og komu sér í 8-4 forystu. Habo Wolley voru þó ekki lengi að koma sér í gír og jöfnuðu í stöðunni 10-10. Lunds VK gáfu þá hressilega í og komu sér í 18-13 forystu. Habo Wolley voru ekki sáttir með það og jöfnuðu Lunds VK í stöðunni 20-20. Eftir það var hrinan jöfn en lokuðu Habo Wolley hrinunni 23-25.

Önnur hrina var jöfn þar sem að liðin skiptust á því að skora. Undir lok hrinunnar gáfu Lunds VK í og komu sér í 23-17 forystu. Lunds VK lokuðu hrinunni 25-21 og jöfnuðu þar með leikinn í 1-1.

Habo Wolley komu sterkir inn í þriðju hrinu og leiddu 2-6. Lunds VK voru þó ekki lengi að minka muninn og jöfnuðu í stöðunni 8-8. Eftir það var hrinan jöfn og æsispennandi. Eftir spennandi hrinu sigruðu Lunds VK hrinuna 28-26 í upphækkun.

Lunds VK voru í stuði og komu að krafti inn í fjórðu hrinu þar sem þeir leiddu 11-5. Habo Wolley náðu hægt og rólega að minka muninn sem ekki dugði þó til og sigruðu Lunds VK hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-1.

Stigahæðstur í liði Lunds VK var Przemyslaw Smereka með 21 stig og fyrir hönd Habo Wolley voru þeir Hafsteinn Már og Algot Danielsson stigahæðstir með 23 stig hvor.

Næsti leikur Habo Wolley er þann 9. febrúar þar sem að þeir mæta Örkelljunga VK á útivelli.