Matthildur Einarsdóttir og liðsfélagar hennar í Slavia spiluðu síðasta leikinn sinn í úrvalsdeildinni í Slóvakíu gegn Nitra á útivelli. Fyrir leikinn var Slavia búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Matthildur meiddist í seinustu viku og spilaði því ekki seinustu tvo leiki liðsins í deildinni. Léttir er að meiðslin eru ekki of alvarleg og ætti Matthildur með öllum líkindum getað byrjað að spila aftur fyrir úrslitakeppnina um Slóvakíska meistaratitilinn.
Fyrsta hrinan var jöfn til að byrja með þar til Slavia náði að byggja upp fimm stiga forustu í stöðunni 16-11 þegar Nitra tóku leikhlé. Þrátt fyrir mikla baráttu Nitra náðu þær ekki að jafna hrinuna sem Slavia kláraði með tveggja stiga mun 25-23.
Slavia byrjaði aðra hrinuna af krafti og leiddu 13-7 þegar Nitra tóku leikhlé. Nitra náðu að vinna sig aftur inn í hrinuna en tókst þeim ekki að jafna hana. Slavia héldu sterkar út hrinuna sem þær kláruðu 25-22.
Nitra byrjaði þriðju hrinuna af krafti og náðu yfirhöndinni í spennandi hrinu 17-15. Slavia átti þá erfitt uppdráttar á meðan Nitra gengu á lagið og kláruðu hrinuna 25-22.
Fjórða hrina var jöfn allan tíman þar sem liðinn skiptust á að leiða og var staðan í hrinunni jöfn 15-15. Áfram var jafnt með liðum alveg þar til í endann 24-24. Við tók æsispennandi lokasprettur sem endaði með sigri Nitra 27-25 og var þá staðann 2-2 í hrinum.
Það var Slavia sem byrjaði oddahrinuna betur og leiddu þær 8-6 þegar liðinn skiptu um vallarhelminga. Uppgjafamistök herjuðu á Nitra á meðan sterkur sóknaleikur Slavia einkenndi seinni hluta hrinunnar sem endaði með sigri Slavia 15-8 og kláruðu þær þar með seinasta leikinn í deildinni með sigri.
Slavia endaði þar með í fyrsta sæti í Slóvakísku deildinni með 41 stig.
