Slavia tók á móti Brusno í úrvalsdeild Slóvakíu í gær. Slavia er eins og áður á toppi deildarinnar meðan Brusno er í 9.sæti.
Slavia byrjaði fyrstu hrinuna af krafti og komst snemma í mjög góða stöðu þegar þær leiddu 10-4. Brusno tóku þá leikhlé sem hjálpaði þeim lítið þar sem Slavia var með mikla yfirburði og hélt áfram að leiða í stöðunni 16-8. Brusno var með fá svö við góðum leik Slavia sem kláraði fyrstu hrinuna 25-14.
Önnur hrinar var mjög jöfn framan af og voru Brusno mun einbeittari en í fyrstu hrinu. Leikar stóðu jafnir í stöðunni 15-15 þegar Slavia gaf í og kláraði hrinuna 25-19.
Brusno byrjaði þriðju hrinuna betur og leiddu 14-8. Slavia átti erfitt uppdráttar og tóku leikhlé þegar gestirnir leiddu 20-14. Slavia unnu sig hægt og bítandi aftur inn í hrinuna en náðu ekki að jafna þar sem Brusno kláraði hrinuna 25-23.
Fjórða hrina var jöfn og spennanadi þar sem hvorugt liðið náði að byggja upp forustu. Leikar stóðu jafnir í 15-15. Slavia náðu þá að leiða með tveimur stigum 21-19 þegar gestirnir tóku leikhlé. Brusno komu sterkar inn úr leikhléinu og komust yfir 22-21. Slavia skelltu þá í lás og sóttu fjögur seinustu stig leiksins og unnu fjórðu hrinuna 25-22 og þar með leikinn 3-1.
Næsti leikur hjá Matthildi er næstkomandi miðvikudag. 20. Nóvember þar sem þær keppa annan leikinn gegn UNIZA Zilina í áttaliðaúrslitum bikarsins. Leikurinn hefst 17:30 á íslenskum tíma og hægt er að horfa á leikinn hér. https://svf-web.dataproject.com