Slavia tók á móti VKP Bratislava í granna slag milli tveggja liðana í Bratislava í Slóvensku úrvalsdeildinni seinasta laugardag. Fyrsta hrinan var heldur jöfn framan af en voru það gestirnir sem leiddu með tveimur stigum þegar staðan var 14-12. Á stuttum kafla náði VKP átta stiga forustu og leiddu þá 22-14. Erfitt var fyrir Slavia að koma til baka frá því og kláraði VKP fyrstu hrinuna 25-18.
VKP tóku snemma yfir aðra hrinuna og leiddu 15-7 þegar Slavia gerði breytingar á liði sínu. Það breytti ekki til og kláraði VKP aðra hrinuna sannfærandi 25-17.
Gestirnir byrjuðu þriðju hrinuna betur og komu sér í þægilega stöðu þegar þær leiddu 10-4. Slavia gaf þá rækilega í og jöfnuðu hrinuna í stöðunni 11-11. Slavia héldu þá sterkar áfram og leiddu restina af hrinuna sem þær kláruðu 25-18.
Fjórða hrinan var gíðalega jöfn og skiptust liðinn á að leiða. Leikar stóðu jafnir í 15-15 og hélt spennan áfram alveg þangað til það var jafnt aftur í stöðunni 22-22. Við tók hörku lokasprettur sem endað með því að VKP kláraði fjórðu hrinuna 25-23 og þar með leikinn 3-1.
Matthildur Einarsdóttir var valinn MVP úr liði Slavia. Eftir leikinn er Slavia en á toppi deildarinnar með 42 stig á meðan VKP Bratislava er í því þriðja með 36 stig.
Næsti leikur hjá Matthildi er næstkomandi laugardag 25.1 kl: 17 á íslenskum tíma og er hægt að horfa á leikinn hér: https://svf-web.dataproject.com