Uncategorised

Mjög mikilvægur sigur hjá Völsung gegn KA

Það var nágrannaslagur þann 29. janúar 2025 þar sem Völsungur tók á móti KA.

Það var mikil spenna þar sem þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Bæði lið byrjuðu mjög jafnt en var KA komnar yfir 6 – 8 en var Völsungur ekki lengi að snúa þessu við og voru komnar yfir 13 – 11. Völsungur náðu að halda þessu forskoti þanga til KA jafnaði í 19 – 19, þá var hrinan hnífjöfn. Bæði lið skiptust á að fá stig eftir stig en var Völsungur alltaf með yfirhöndina og náðu að klára hrinuna 26 – 24 eftir mikla baráttu.

Önnur hrina byrjaði alveg jafn spennandi og sú fyrsta og var jafnt í 7 – 7 og 9 – 9, Völsungur gaf þá í og náðu forskoti í 12 – 10. KA voru snöggar að jafna í 14 – 14, Völsungur voru ekki nógu sáttar og tóku aftur fram úr 16 – 14 og þessu forskoti náðu þær að halda út hrinuna og unnu aðra hrinu 25 – 22.

Völsungur byrjuðu sterkara en KA og voru þær yfir í 8 – 6 en snéri KA leiknum við og komust í 10 – 14. Völsungur gáfu allt í og jöfnuðu 17 – 17 og var jafnt þanga til í 20 – 20, þá spilaði Völsungur sinn leik og unnu hrinuna 25 – 21 og því með leikinn 3 – 0.