Föstudaginn 15. nóvember mættu Odense Volleyball Aalborg Volleyball í 16 liða úrslitum í dönsku bikarkeppninni. Aalborg spiluðu á seinasta ári í efstu deildinni í Danmörku en eru nú í fyrstu deild.
Leikurinn byrjaði jafn og héldu Aalborg Volleyball vel í Odense Volleyball. Um miðja hrinu gáfu Odense Volleyball í og komu sér í 12-17 forystu. Odense Volleyball héldu forystunni út hrinuna og sigruðu fyrstu hrinu 19-25.
Önnur hrina var afar jöfn og spennandi. Liðin skiptust á því að skora alla hrinuna en höfðu Odense Volleyball betur og tóku aðra hrinuna 21-25.
Odense Volleyball voru fljótir að ná forystunni í þriðju hrinu og leiddu 5-9 og 7-12. Aalborg Volleyball voru í vandræðum með gestina og leiddu Odense Volleyball hrinuna 12-20. Odense Volleyball voru sterkari og sigruðu þriðju hrinuna 18-25 og þar með leikinn 3-0.
Odense Volleyball eru þar með komnir áfram í 8 liða úrslit í dönsku bikarkeppninni.
Næsti leikur Odense Volleyball er þann 23. nóvember þar sem að þeir munu mæta Nordenskov og verður það toppslagur um hvort liðið mun liggja á toppi deildarinnar.