Odense Volleyball – Amager
Sunnudaginn 19. janúar fengu Odense Volleyball Amager í heimsókn.
Leikurinn byrjaði jafn þar sem að liðin skoruðu til skiptis. Undir lok hrinunnar gáfu Odense Volleyball í og komu sér í 20-17 forystu. Odense Volleyball lokuðu hrinunni 25-20.
Odense Volleyball byrjuðu aðra hrinuna vel og leiddu 7-3. Amager gáfu þó í og jöfnuðu heimamenn í stöðunni 10-10. Um miðja hrinu settu Odense Volleyball í annan gír og komu sér í 18-13 forystu. Odense Volleyball sigruðu hrinuna 25-18.
Þriðja hrina byrjaði jöfn en um miðja hrinu gáfu Odense Volleyball í og leiddu 15-10. Odense Volleyball sigruðu hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-0.
Middelfart VK – Odense Volleyball
23. janúar fóru Odense Volleyball í heimsókn til Middelfart VK.
Odense Volleyball komu sterkir til leiks og leiddu 3-8. Odense Volleyball voru sterkir og keyrðu á Middelfart VK og stóðu leikar í 12-21. Odense Volleyball sigruðu fyrstu hrinuna 18-25.
Middelfart komu sterkari inn í aðra hrinu og leiddu 13-9 og 17-13. Middelfart VK sigruðu aðra hrinuna 25-22 og jöfnuðu leikinn í 1-1.
Odense Volleyball komu sterkir inn í þriðju hrinu og leiddu 1-7. Middelfart náðu hægt og rólega að minka muninn en ekki dugði það til og sigruðu Odense Volleyball hrinuna 23-25.
Fjórða hrina var hníf jöfn og æsispennandi þar sem að liðin skoruðu til skiptis alla hrinuna. Eftir æsispennandi hrinu sigruðu Odense Volleyball hrinuna 24-26 í upphækkun og þar með leikinn 1-3.
Þetta voru 6 mikilvæg stig fyrir Odense Volleyball og halda þeir sér enn í topp 3. í deildinni.
Næsti leikur Odense Volleyball er laugardaginn 1. febrúar en þá mæta þeir í höllina í Odense í undanúrslitum um danska bikarinn og spila þeir gegn ASV Elite kl 16:00 á íslenskum tíma og má búast við æsispennandi leik.
Hægt er að fylgjast með öllum leikjum bikarhelgarinnar í Danmörku inn á: https://www.danskvolley.tv/da/home