Erlendar fréttir

Odense Volleyball með tvo sigra um helgina

Odense Volleyball – DHV Odense

Miðvikudaginn 30. október fengu Odense Volleyball nágranna sína DHV Odense í heimsókn.

Odense Volleyball byrjuðu leikinn vel og komu sér í 5-1 forystu. DHV Odense voru í vandræðum með sterkt spil Odense Volleyball og leiddu þeir hrinuna 16-6. Odense Volleyball sigruðu fyrstu hrinuna sannfærandi 25-14.

DHV Odense komu sterkari inn í aðra hrinu og var hrinan mun jafnari en sú fyrsta. Odense Volleyball héldu þó nokkurra stiga forskoti út alla hrinuna og enduðu á því að loka hrinunni 25-20.

Þriðja hrina var að sama skapi og sú fyrsta þar sem að Odense Volleyball byrjuðu hrinuna sterkt og leiddu 6-1. Odense Volleyball gáfu DHV Odense aldrei sénsinn á því að koma sér inn í hrinuna og leiddu 17-8 og sigruðu að lokum hrinuna 25-11.

Stigahæðstur í liði Odense Volleyball var Nikolaj Hjorth með 12 stig.

Gentofte – Odense Volleyball

Odense Volleyball fengu aðeins einn hvíldardag á milli leikja þar sem að þeir héldu til Kaupmannahafnar og léku gegn Gentofte á föstudeginum 1. nóvember. Það hefur alltaf verið frekar mikil keppni milli þessara tveggja liða og mátti því búast við skemmtilegum og spennandi leik.

Leikurinn byrjaði jafn en voru Odense Volleyball fljótir að ná forystu 8-12. Áfram héldu Odense Volleyball að spila að krafti og leiddu hrinuna 10-18 og 11-20. Gentofte voru í vandræðum með að koma sér aftur inn í hrinuna eftir að Odense Volleyball náðu stóru forskoti og lokuðu gestirnir hrinunni 16-25.

Önnur hrina var jöfn þar sem að liðin skiptust á því að skora út alla hrinuna. Gentofte höfðu betur og sigruðu hrinuna 25-22.

Líkt og í fyrstu hrinu byrjuðu Odense Volleyball þriðju hrinuna vel og voru fljótir að ná forskoti og leiddu 7-13 og 9-16. Gentofte náðu hægt og rólega að minka muninn og stóðu leikar 20-23. Odense Volleyball sigruðu að lokum hrinuna 21-25.

Fjórða hrina var svipuð og sú önnur þar sem að liðin voru jöfn og skoruðu til skiptis alla hrinuna. Gentofte héldu þó tveggja til þriggja stiga forskoti út hrinuna og lokuðu á endanum hrinunni 25-21 og knúðu þar með fram oddahrinu.

Odense Volleyball byrjuðu oddahrinuna vel og leiddu 0-4 og 2-6. Odense Volleyball héldu áfram sterku spili og leiddu leika 4-10. Gentofte settu í fimmta gír og minkuðu muninn í 11-13. Þá sögðu Odense Volleyball hingað og ekki lengra og lokuðu hrinunni 11-15 og sigruðu þar með leikinn 2-3.

Stigahæðstur í liði Odense Volleyball var Sigurd Varming með heil 29 stig.

Odense Volleyball eru því enn ósigraðir. Næsti leikur Odense Volleyball er næstkomandi föstudag á heimavelli þar sem að þeir mæta Middelfart VK.