Uncategorised

Síðustu þrír leikir hjá Přerov

Screenshot

Přerov mætti Prostějov þann 12. oktober, leikurin byrjaði mjög spennandi og voru bæði lið vel gíruð og vann Přerov fyrstu hrinu 25 – 20. Prostějov komu sterkari til baka og rústuðu annari hrinu 14 – 25 og héldu áfram að spila sinn besta leik og náði Přerov ekki að stíga upp og vann Prostějov þriðju hrinu 16 – 25. Přerov var ekki tilbúnar að gefast upp og eftir mikkla baráttu vann Přerov 25 – 23. Prostějov voru sterkari og unnu oddahrinuna 6 – 15 og því með leikinn 2 – 3.

Þann 22. oktober tók Přerov á móti Frýdek-Místek, leikurinn byrjaði hnífjafnt og var mikil spenna en vann Frýdek-Místek fyrstu hrinuna 23 – 25. Frýdek-Místek byrjaði aðra hrinu með gott forsksot og voru komnar yfir 3 – 8 en snéri þá Přerov hrinunni við og vann hana 25 – 23 eftir mikla baráttu. Frýdek-Místek komu en þá sterkari inn í þriðju hrinu og unnu hana 16 – 25, fjórða hrinan byrjaði alveg eins og sú fyrsta og voru bæði lið að spila mjög vel, hrinan var mjög jöfn en náði Frýdek-Místek að vinna 23 – 25 og því með leikinn 1 – 3.

Šternberk tók á móti Přerov þann 26. oktober, Přerov voru klárlega með yfirhöndina í leiknum og byrjuðu leikinn mjög sterkt, fyrsta hrinan fór 25 – 22 og önnur hrinan 25 – 16. Šternberk gáfu allt í þriðju hrinuna og var þetta hnífjöfn hrina sem endaði með sigri hjá Šternberk 25 – 27 eftir mikla baráttu. Přerov komu brotnar inn í næstu hrinu og töpuðu henni 16 – 25 og stefndi leikurinn þá í oddahrinu. Oddahrinan var afar spennandi og var aldrei meira en eins stigs munur á liðunum þanga til í lokinn náði Šternberk yfirhönd í 15 – 16 og vann hrinuna 15 – 17 og því með leikinn 2 – 3.

Přerov eiga næsta leik 31. oktober kl 17:00 (16 á Ísl tíma) gegn Olomouc sem leiða deildina ósigraðar. Hægt er að horfa á alla leiki í Tékknesku deildinni inn á https://volej.tv alveg frítt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *