Uncategorised

Sigur í fyrsta leik hjá Matthildi með nýja liðinu Slavia í Slóvakíu

Matthildur Einarsdóttir og liðsfélagar hennar í Slavia Bratislava kepptu í gær á móti Nove Mesto í efstu deildinni í Slóvakíu. Slavia byrjuðu fyrstu hrinuna betur og leiddu 15-12. Nove Mesto átti nokkra spretti en náði þó aldrei að vinna aftur upp forskotið sem Slavia var komin með. Slavia kláraði svo hrinuna 25-21.

Slavia komu einbeittar inn í aðra hrinu þar sem þær náðu snemma yfirhöndinni og leiddu 16-10 þegar Nove tók leikhlé. Nove náði ekki að ógna Slavia sem tók aðra hrinu nokkuð sannfærandi 25-19.

Þriðja hrina var jöfn framan af þar til Slavia náði góðum tökum á hrinunni og leiddu 15-11 þegar Nove tók leikhlé. Nove náði að vinna sig hægt og rólega aftur inn í hrinuna og jöfnuðu svo í stöðunni 21-21. Slavia setti þá í næsta gór og kláraðu hrinuna 25-22 og þar með leikinn 3-0.

Næsti leikur hjá Matthildi er 5. Október og keppa þær þá á heimavelli gegn UNIZA Zilina.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *