Uncategorised

Slavia dottnar úr keppni í Slóvakíska bikarnum

Slavia sótti UNIZA Zilina heim í áttaliðaúrslitum í Slóvakísku bikarkeppninni. Zilina vann fyrsta leikinn 3-2 og var því Slavia með bakið upp við vegg þegar komið var að öðrum leik liðanna. Slavia varð að vinna 3-0 eða 3-1 til að komast áfram en ef leikurinn færi 3-2 fyrir Slavia myndi þurfa gullhrinu til að skera úr um hvort liðið héldi áfram í fjagraliða úrslit.

Fyrsta hrinan var gríðalega jöfn þar sem liðin skiptust á að leiða. Leikar stóðu jafnir í 12-12 þegar heimakonur náðu hægt og rólega að mynda sér forskot og komust í 19-16 þegar Slavia tók leikhlé. Slavia náði ekki að vinna upp munin og kláraði Zilina hrinuna 25-22.

Önnur hrina var jöfn líkt og sú fyrsta þar til Slavia náði að slíta sig frá Zilina og leiddu 10-7. Zilina tók þá leikhlé sem dugði ekki til þar sem gestirnir héldu áfram og leiddu 15-11. Zilina átti fá svör við góðum leik Slavia sem kláraði svo aðra hrinuna 25-16

Þriðja hrina var hníf jöfn framan af þar til allt fór að ganga upp hjá heimakonum sem komu sér í góða stöðu 17-11. Slavia náði sér aldrei almennilega á strig og kláraði Zilina hrinuna 25-16.

Slavia byrjaði fjórðu hrinuna af krafti og komust snemma í góða stöðu 10-4. Zilina tók sitt annað leikhlé í hrinunni þegar staðann var 13-6. Slavia hélt áfram að krafti og leiddi 17-9. Ekkert gekk upp hjá heimakonum og kláraði Slavia fjórðu hrinuna sannfærandi 25-12 og stóðu þá leikar jafnir 2-2 í hrinum.

Slavia byrjaði betur og leiddu 5-2 þegar Zilina tók leikhlé. Slavia leiddi 8-6 þegar liðinn skiptu um vallarhelminga. Zilina jafnaði þá í 8-8 og bættu svo tvemur stigum við svo þær leiddu 10-8. Við tók gríðalega spennandi lokasprettur þar sem liðinn héldu áfram að skiptast á stigum þar til Zilina gerði út af við leikinn með blokkarstigi 15-13 og slökktu þá alla von Slavia um að komast áfram í bikarkeppninni.

Næsti leikur hjá Matthildi er 23. Nóvember gegn UKF Nitra og er hægt að horfa á leikinn hér: https://svf-web.dataproject.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *