Deildin í Slóvakíu kláraðist um síðustu helgi og núna er búið að skipta deildinni í tvennt þar sem 5 efstu liðin spila tvöfalda umferð, allir við alla, og 5 neðstu liðin spila sama kerfi. Hugsunin á bak við þetta fyrirkomulag er að lengja tímabilið og fá fleiri spennandi leiki. Stigin sem liðin hljóta úr þessum leikjum bætast við stigin sem liðin voru með í deildarkeppninni og raðast úrslitakeppnin upp eftir heildarstigum úr þessum tveimur “deildum”. Úrslitakeppnin hefst svo í mars.
Slavia átti fyrsta leik á móti Zilina, fyrir leikinn var búist við hörkuleik þar sem Slavia var í fyrsta sæti í deildinni og Zilina í því öðru. Slavia byrjaði fyrstu hrinuna betur og leiddu framan af þar til Zilina gaf í og jöfnuðu hrinuna í stöðunni 14-14. Hrinan var gríðarlega jöfn þar til Slavia náði tveggja stiga forskoti í stöðunni 21-19 þegar Zilina tók leikhlé. Zilina náði ekki að jafna aftur hrinuna sem Slavia kláraði 25-21.
Slavia byrjaði aðra hrinuna betur og voru yfir 15-13 þegar Zilina tók leikhlé. Slavia leiddu alla hrinuna sem þær kláruðu 25-22.
Zilina náði snemma yfirhöndinni í þriðju hrinu og leiddu 10-15. Slavia náði að vinna upp forskotið og jöfnuðu þær svo hrinuna í stöðunni 20-20. Við tók spennandi lokasprettur sem endaði með 25-23 sigri Slavia.