Komarno tók á móti Matthildi og liðsfélögum hennar í Slavia í úrvalsdeildinni í Slóvakíu seinast liðinn laugardag. Fyrsta hrinan var heldur jöfn framan af og skiptust liðinn á að leiða. Slavia náði þá yfirhöndinni þegar komið var í miðja hrinu og leiddu þær með tveimur stigum 15-13. Gestinir héldu einbeittar út hrinuna sem þær kláruðu 25-18.
Slavia byrjaði af krafti í annarri hrinu og komust fljótt í góða stöðu 9-2 þegar Komarno tók leikhlé. Lítið gékk upp hjá heimakonum á meðan spilið gékk gríðalega vel hjá Slavia sem sigruðu aðra hrinuna sannfærandi 25-13.
Slavia gaf ekkert eftir og byrjuðu þriðju hrinu af sama krafti og þær gerðu í annarri hrinu. Slavia leiddi allan tíman og komu sér í þægilega forustu 19-10. Komarno sá aldrei til sólar og kláruðu gestirnir þriðju hrinuna 25-13 og þar með leikinn 3-0.
Eftir leikinn situr Slavia enn á toppi deildarinnar með 42 stig á meðan Komarno lætur sjöunda sætið duga með 14 stig.
Næsti leikur hjá Matthildi er næsta næstkomandi laugardag 18.1. Kl: 16 á Íslenskum tíma og er hægt að horfa á leikinn hér: https://svf-web.dataproject.com/