Erlendar fréttir - Fréttir

Slavia með sigur gegn Trnava

Trnava tók á móti Matthildi og liðsfélugum hennar í Slavia í gær í Úrvalsdeildinni í Slóvakíu. Fyrsta hrinan var jöfn en Slavia leiddi þó með tvemur stigum í stöðunni 15-13. Trnava jafnaði aftur hinuna í 16-16. Hrinan var áfram jöfn allt up í 23-23 þegar Slavia sótti næstu tvö stig og tóku þar með fyrstu hrinuna 25-23.

Áfram hélt leikurinn að vera spennandi og var jafnt í annari hrinu 13-13. Trnava náði þá yfirhöndinni og leiddi restina af hrinuni sem endaði 25-22 fyrir Trnava

Slavia náði snemma yfirhöndinni í þriðju hrinu og leiddu 18-12. Trnava ógnaði aldrei Slavia sem kláraði þriðju hrinuna öruggt 25-15.

Jafnt var í fjórðu hrinu 13-13 þegar Slavia setti í næsta gír og leiddi snögglega 22-16. Trnava náði ekki að vinna upp það forskot og kláraði Slavia fjórðu hrinuna 25-22.

Eftir leikinn situr Slavia en á toppnum með 33 stig á meðan Tranava er í því stjötta með 16 stig.

4 Comments on “Slavia með sigur gegn Trnava

  1. I really like your blog.. very nice colors & theme. Did you design this website yourself or did you hire someone to do it for you? Plz respond as I’m looking to design my own blog and would like to know where u got this from. cheers

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *