Erlendar fréttir - Fréttir

Slavia – Pezinok

Slavia tók á móti Pezinok í úrvalsdeild Slóvakíu í gær og voru það heimakonur í Bratislava sem byrjuðu betur. Matthildur setti tóninn fyrir fyrstu hrinuna með stigi beint úr uppgjöf. Slavia leiddi snemma með ellefu stigum 14-3. Pezinok spiluðu betur í seinni helming hrinunnar en Slavia vann hrinuna sannfærandi 25-13.

Það var allt annað að sjá til gestana í annarri hrinu og voru þær leiðandi meiri hluta hrinunnar. Pezinok leiddu snemma 12-8 þar til Slavia jafnaði í stöðunni 12-12. Þá gáfu gestirnir aftur í og leiddu alveg þar til Slavia jafnaði aftur í 17-17. Pezinok gaf þá aftur í og kláruðu aðra hrinuna 25-20.

Slavia byrjaði þriðju hrinuna betur og leiddu 12-6 þegar gestirnir tóku leikhlé. Lítið gekk upp hjá Pezinok og komst Slavia í ellefu stiga forustu 18-7. Heimakonur kláruðu svo hrinuna örruglega 25-10.

í fjórðu hrinu var það Slavia sem náði snemma yfirhöndinni og leiddu 9-5 þegar gestirnir tóku leikhlé. Heimakonur gáfu ekkert eftir og náðu að byggja upp sex stiga forustu í stöðunni 16-10. Slavia héldu einbeittar út hrinuna sem þær sigruðu 25-17 og þar með leikinn 3-1.

Eftir leikinn er Matthildur og liðsfélagar hennar í Slavia en á toppi deildarinnar með 39 stig á meðan Pezinok verða að láta níunda sætið duga.

Næsti leikur hjá Matthildi er næstkomandi laugardag 11. Janúar kl 18 á ísl tíma og er hægt að horfa á leikinn hér: https://svf-web.dataproject.com