Brusno tók á móti Slavia í úrvalsdeildinni í Slóvakíu og voru það gestirnir frá Bratislava sem byrjuðu leikinn heldur betur af krafti, þær komust í þægilega stöðu 17-9. Brusno átti erfitt uppdráttar og Slavia kláraði fyrstu hrinuna örugglega 25-16.
Heimakonur mættu mun einbeittari til leiks í annari hrinu og var mikið jafnara með liðunum. Liðin skiptust á að leiða og stóðu leikar jafnir í stöðunni 15-15. Slavia gaf í og komu sér í góða stöðu til að vinna hrinuna 24-20 þegar Brusno gerði sér lítið fyrir og skoraði næstu sex stig og stálu þar með annarri hrinunni 26-24.
Slavia byrjaði þriðju hrinuna af krafti og leiddu framan af en Brusno var aldrei langt á eftir þar til þær jöfnuðu hrinuna í stöðunni 16-16. Slavia gaf þá í og komust aftur í góða stöðu 24-20 og í þetta skiptið gáfu þær ekkert eftir og kláruðu hrinuna 25-20.
Slavia settu tóninn fyrir fjórðu hrinu strax og komust í 7-0 forustu. Brusno voru gjörsamlega búnar ef dæma mátti frá leik þeirra. Slavia leiddi alla hrinuna með mikilli forustu og kláruðu fjórðu hrinuna sannfærandi 25-14. Eftir leikinn er Slavia enn í fyrsta sæti deildarinnar með 45 stig á meðan Brusno er í því níunda með 6.
Næsti leikur hjá Matthildi er næstkomandi laugardag 1. Febrúar kl: 17:00 á íslenskum tíma og er hægt að horfa á leikinn hér: https://svf-web.dataproject.com