Uncategorised

Spennan í hámarki í Neskaupstað

í gær tók Þróttur Fjarðabyggð á móti Völsung í Unbrokendeild karla. Bæði lið byrjuðu leikinn af krafti og var fyrsta hrina gríðalega jöfn og spennandi þar sem leikar stóðu jafnir í stöðunni 13-13. Liðinn skiptust á að halda forustu og var hrinan jöfn alveg í endan þegar Völsungur tók leikhlé í stöðunni 24-24. Við tók spennandi upphækkun sem endaði hvorki meira né minna en 34-32 fyrir Þrótti.

Völsungur byrjaði aðra hrinu vel og voru komnir með gott forskot þegar Þróttur tók leikhlé í stöðunni 18-11. Heimamenn náðu sér aldrei á almennilegt strik og kláruðu gestirnir hrinuna heldur örugglega 25-13.

Heimamenn komu gríðalega einbeittir inn í þriðju hrinu og sóttu fyrstu fimm stigin og leiddu því 5-0 þegar gestirnir tóku leikhlé. Völsungur náði að vinna sig hægt og rólega aftur inn í hrinuna og jöfnuðu leikinn í stöðunni 14-14. Gestirnir náðu þá yfirhöndinni í hrinunni og leiddu alveg þar til þeir kláruðu hrinuna 25-19.

Þróttur byrjaði fjórðu hrinuna betur og leiddu þegar staðan var 15-9. Völsungur átti erfitt uppdráttar og kláruðu heimamenn fjórðu hrinuna örugglega 25-16 og jöfnuðu þar með í hrinum 2-2.

Oddahrinan var mjög jöfn en þróttur náði að leiða með einu stigi þegar liðinn skiptu um vallarhelming í stöðunni 8-7. Hrinan hélt áfram að vera jöfn og spennandi og stóðu leikar jafnir í stöðunni 13-13. Þá gerði Þróttur sér lítið fyrir og krækti í tvö næstu stig og kláruðu þar með hrinuna 15-13 og unnu þar með leikinn 3-2.

Stigahæstur í liði Völsungs var Hristo Petkov með 30 stig.

Stigahæstur í liði Þróttar Fjarðabyggðar var Jose Federico Martin með 14 stig.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *