HK tók á móti Álftanesi í Digranesinu síðastliðið miðvikudagskvöld. Liðin mættust síðast fyrir tveimur vikum þar sem HK hafði betur 3-1.
HK byrjaði fyrstu hrinu af krafti og höfðu yfirhöndina allan tíman og sigruðu örugglega 25-15. Önnur hrina var mjög svipuð þeirri fyrstu og HK sigraði hana einnig 25-15.
Álftanes byrjaði þriðju hrinu mjög vel og voru í þægilegri stöðu 9-16. Þá gáfu HK í og náðu að minnka muninn 15-16. Liðin skiptust á að fá stig og leikurinn orðinn mjög spennandi. Álftanes náði að koma sér í 21-24 en HK gáfust ekki upp og náðu að jafna í 24-24. Eftir mikla spennu sigraði Álftanes leikinn 28-30 og staðan orðin 2-1.
Til að byrja með var þriðja hrina jöfn en í stöðunni 11-9 fyrir heimakonur settu Álftanes í fluggír. Með flottum stigum Álftanes og mistökum HK sigraði Álftanes hrinuna 11-25.
Staðan var orðin 2-2 og því var spiluð oddahrina. Hrinan var jöfn og spennandi þar til alveg í blálokin þegar HK sigraði 15-13.
Stigahæst í liði HK var Líney Inga með 21 stig og næst á eftir henni var Helena Einarsdóttir með 19 stig. Í liði Álftanes var Nejira Zahirovic með 19 stig.
Næsti leikur HK er gegn Þrótti Reykjavík í Laugardallshöllinni 19. nóvember og næsti leikur Álftaness er heimaleikur gegn Völsungi 17. nóvember.