
Núna er langt liðið inn í Tékknesku deildina og er keppnin um Tékkneska meistara titilinn að fara byrja eftir nokkrar vikur.
Staðan á deildinni er þessi:
Prostějov | 53 stig |
Olomouc | 51 stig |
Olymp praha | 49 stig |
Dukla Liberec | 48 stig |
Ostrava | 43 stig |
Frídek Místek | 33 stig |
Šelmy Brno | 26 stig |
Přerov (liðið sem Heba er í) | 18 stig |
Šternberk | 15 stig |
Kb Brno | 9 stig |
Eins og sést hér á töflunni er mikil spenna hjá efstu liðunum um fyrsta sætið, hins vegar er enginn titill fyrir liðið sem er í efsta sæti í deildinni og er það einungis til að koma þér á betri stað fyrir 8 liða úrslitin. Neðstu tvö liðin í deildinni munu detta úr keppni og mun tímabilið klárast hjá þeim 6 mars og hin 8 liðin fara áfram í úrslitakeppnina. Í fyrstu umferð mun 1 sæti mæta 8 sæti, 2 sæti mæta 7 sæti og framvegis, liðin munu keppa 2 leiki og ef staðan er 1 – 1 í leikjum mun vera spilaður 3 leikurinn.
Přerov er í 8 sæti eins og staðan er núna og eru því með í úrslitakeppninni, hins vegar er liðið í 9 sæti að koma hratt á eftir þeim og eru aðeins 3 stigum undir. Přerov þarf því að vinna allavega einn af fjórum leikjunum sem eru eftir á tímabilinu eða vonast til þess að Šternberk(liðið í 9 sæti) tapi öllum sínum leikjum. Ef að liðin eru jöfn mun vera skoðað sigurhlutfallið og þar sem Šternberk vann Přerov 2 en Přerov vann Šternberk aðeins 1 sinni myndi þá Šternberk fara áfram í úrslitakeppnina og skilja Přerov eftir í 9 sæti.
Tékkneski bikarinn er líka búin að vera í fullu gangi og eru ótrúlegustu hlutir að gerast þar. Přerov tapaði á móti Kb Brno í 8 liða úrslitum og eru því dottnar úr keppninni, Kb Brno sem er í 9 sæti vann síðan Olomouc sem er í 2 sæti í undanúrslitum og eru því komnar í úrslit og munu mæta þar Liberec sem er í 4 sæti. Bikarhelgin mun vera 22. febrúar og er aðeins spilaður úrslitaleikur kvenna megin en bæði undanúrslit og úrslit karla.
Núna eru aðeins 4 leikir eftir á tímabilinu hjá Přerov nema að þær ná að halda sér í 8 sæti, þé eiga þær allavega 6 leiki eftir og fleiri ef þær komast áfram. Hægt er að horfa á alla leiki frítt inn á Volej.tv
8. febrúar – Přerov vs Frídek Místek kl 17:00
14. febrúar – Přerov vs Kb Brno kl 17:30
27. febrúar – Přerov vs Olomouc 17:30
6. mars – Přerov vs Liberec kl 18:00