Lið Matthildar Slavia í Slóvakíu, keppti í 8-liða úrslitum í Bikarnum í gær á móti VA UNIZA Žilina
Bikarinn í Slóvakíu er öðruvísi háttað en á Íslandi en í 8- liða úrslitum þarf að vinna tvo leiki, og ef það er
1-1 í leikjum þá er spilað golden set eftir leik númer 2 sem er uppí 15 stig.
VA UNIZA Žilina komu vel gíraðar í leikinn og voru mest yfir í stöðunni 12-4 í fyrstu hrinu. Slavia náði aðeins að minnka munin að það dugði ekki til og vann Zilina hrinuna 25-20.
Slavia voru með yfirhöndina alla aðra hrinu þangað til í lokinn minnkuðu Zilina muninn og var jafnt í 24-24, Slavia fékk svo næstu tvö stig og unnu hrinuna 26-24.
Þriðja hrinan var mjög jöfn og voru frábærar varnir og rallý báðum megin á vellinum. Slavia vann með næmasta mun 25-23.
Í fjórðu hrinu settu lið Zilina upp gott varnar og blokkar system sem kantarnir hjá Slavia áttu erfitt með að smassa framhjá, lítið gékk upp hjá Slavia og á sama tíma gékk allt vel hjá Zilina, sem unnu hrinuna 25-18 og knúðu fram oddahrinu.
Lið Slaviu mættu ekki með hausinn í 5 hrinu og voru undir 8-3 þegar skipt var um vallarhelming. Zilina vann hrinuna 15-12 og þar með leikinn 3-2
Lið Matthildar þarf því að vinna næsta leik til að komast áfram í Semi Finals í Bikarnum. Ef Slavia vinnur leikinn 3-0 eða 3-1 eru þær áfram, en ef þær vinna 3-2 þá er spilað golden set. Ef Zilina vinnur leikinn, alveg sama hvort það sé 3-0, 3-1 eða 3-2 eru þær áfram í Bikarnum.
Þessi leikur verður spilaður 20. Nóvember og hægt að horfa á hann hér https://svf-web.dataproject.com/MatchStatistics.aspx?mID=4948&ID=69&CID=389&PID=179&type=LegList