Fréttir - Innlendar fréttir

Þróttur Fjarðabyggð – Afturelding

Þróttur Fjarðabyggð tók á móti Aftureldingu í Unbrokendeild karla í gær í Neskaupstað. Fyrsta hrinan var jöfn og spennandi en voru það gestirnir sem náðu yfirhöndinni þegar komið var í hálfa hrinu 15-14. Þróttur hleypti þeim þó ekki langt undan og jöfnuðu hrinuna í 19-19. Hrinan var jöfn allt þar til 22-22 þegar Afturelding gaf í og stóðu sig betur á endasprettinu. Hrinan endaði 25-23 fyrir Aftureldingu.

Önnur hrina var mjög jöfn framan af og stóðu leikar jafnir í stöðunni 12-12. Afturelding gaf þá í og leiddu með fjórum stigum 19-15 þegar Þróttur tók leikhlé. Afturelding hélt áfram af gríðalegum krafti eftir leikhléið og leiddu 23-15. Þróttur náði sér aldrei aftur á strik og var það Afturelding sem sigraði aðra hrinuna 25-16.

Afturelding byrjaði þriðju hrinuna af sama krafti og þeir enduðu aðra hrinuna. Gestirnir leiddu snemma leiks með tíu stigum 13-3. Þróttur náði að vinna sig hægt og rólega aftur inn í hrinuna en þeir ógnuðu aldrei sigri Aftureldingar sem kláruðu þriðju hrinuna 25-18 og þar með leikinn 3-0.

Stigahæstur hjá Aftureldingu var Jakub Grzegolec með 17 stig og sigahæstur hjá Þrótti var Andri Snær Sigurjónsson með 9 stig