Fréttir - Innlendar fréttir

Þróttur Fjarðabyggð tók á móti KA

Þróttur Fjarðabyggð tók á móti KA á Valentínusar daginn í Unbrokendeild karla. Það voru gestirnir frá Akureyri sem byrjuðu fyrstu hrinuna betur og leiddu 14-8 þegar heimamenn tóku leikhlé. Það hjálpaði Þrótti lítið þar sem KA var á mikilli siglingu í hrinunni sem þeir unnu sannfærandi 25-14.

KA menn komu gríðalega einbeittir inn í aðra hrinu og náðu snemma yfirhöndinni þegar þeir leiddu 15-5. Þróttur náði að vinna sig aftur inn í hrinuna en ógnuðu aldrei KA sem kláruðu hrinuna 25-15.

Þróttur átti erfitt með að stilla saman strengi á meðan KA gékk á lagið og leiddu í þriðju hrinu 14-7. Þrátt fyrir góða baráttu heimamanna náðu þeir ekki að jafna hrinuna sem KA kláraði 25-19.

Eftir leikinn situr KA í fyrsta sæti með 42 stig á meðan Þróttur situr í því áttunda með 8 stig.

Stigahæstir í liði Þróttar voru þeir Haukur Eron Heimisson með 8 stig og Óðinn Þór Helgason 6 stig.

Stigahæstir í liði KA voru þeir Miguel Mateo Castrillo með 12 stig og Gisli Marteinn Baldursson 9 stig.