Stálúlfur sótti Þrótt Fjarðabyggð heim í Neskaupstað í gær í Unbrokendeild karla og voru það heimamenn sem byrjuðu leikinn af krafti og komust snemma í átta stiga forskot þegar staðan var 8-0. Stálúlfur komu sér aldrei armennilega í gang í hrinuni og kláraði þróttur hrinuna sanfærandi 25-13.
Önnur hrina var jöfn framan af en heimamenn tóku þó fljótt fyrihöndina og leiddu í stöðunni 16-8. Stálúlfur var með fá svör við sterkum sóknarleik Þróttara sem skelltu alveg í lás og kláruðu hrinuna 25-9.
Aftur byrjaði þróttur af krafti og með góðri uppgjafapressu og þungum sóknarleik leiddu þeir í stöðunni 14-6. Stálúlfur átti nokkra góða spretti en heimamenn kláruðu hrinuna sterkt 25-14 og þar með leikinn 3-0. Heimamenn náðu að dreifa álaginu vel og var meðalaldurinn inn á velli Þróttara 15. ára á tímapúnkti. Skemmtilegt er einnig að segja frá því að 15. ára tvíburabræðurnir Svanur og Sölvi Hafþórssynir skiptu uppspilarastöðunni í fjarveru Melero og stóðu þeir sig mjög vel.
Stigahæstur í liði þrótt Fjarðabyggðar var Leó sigurfinnsson með 7. stig.
Stigahæstur í liði Stálúlfs var Piotr Kempisty með 9. stig.