Erlendar fréttir

Tímabilið í Tékkalandi byrjað

Přerov spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu laugardaginn 28. september þar sem að þær mættu Ostrava.

Přerov byrjuðu leikinn sterkt og náðu fljótt forskoti frá stöðunni 5 – 5. Ostrava héldu sér inn í leiknum en Přerov gáfu ekki eftir og unnu fyrstu hrinuna 25 – 17.

Ostrava stigu upp og komu sterkari inn í aðra hrinu og náðu strax forskoti á Přerov eftir stöðuna 3-3. Přerov náðu ekki að koma sér inn í hrinuna og héldu Ostrava góðu forskoti alla hrinuna og unnu hana sannfærandi 15 – 25.

Þriðja hrina var jöfn þar sem að liðin skiptust á því að taka góða stiga-runu. Přerov leiddu hrinuna 10 – 5 þegar að Ostrava gáfu í og jöfnuðu í stöðunni 12 – 12. Přerov náðu aftur forskoti í stöðunni 19 – 16 en Ostrava jöfnuðu í stöðunni 19 – 19. Það var mikill spenna en í stöðunni 22 – 22 gáfu Přerov í og sigruðu hrinuna 25 – 22.

Fjórða hrina byrjaði ekki vel fyrir Přerov og náðu Ostrava 3 – 7 forystu. Ostrava héldu því forskoti þanga til Přerov náði að jafna í 13 – 13. Eftir það var hrinan hníf jöfn þar sem að liðin skiptust á því að skora. Přerov fengu fyrsta tækifæri til að loka leiknum í stöðunni 22 – 24 en náðu Ostrava að jafna í 24 – 24. Přerov fengu annan möguleika að vinna leikinn í stöðunni 25 – 24 en Ostrava gáfust ekki upp og héldu sér inni í leiknum. Ostrava fengu tækifæri að knúa fram aðra hrinu í 25 – 26 og aftur í 26 – 27 en mistókst. Přerov höfðu betur og lokuðu hrinunni 29 – 27 og sigruðu þar með leikinn 3 – 1.

Stigahæðst í liði Přerov var Arita Ternava með 16 stig.

Næsti leikur hjá Přerov er á miðvikudaginn 2. október kl 18:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *