Innlendar fréttir

Toppslagur á Akureyri

Síðast liðin miðvikudag tók kvennalið KA á móti nágrönnum sínum á Húsavík, Völsungi, í KA heimilinu. Búast mátti við spennandi leik og miklu gæðar blaki þar sem þessi lið sitja á toppi deildarinnarn. Fyrsta hrina byrjar eins og við mátti búast, virkilega spennandi og bæði lið að berjast fyrir hverju stigi. Aldrei munaði meira en tveimur stigum á liðunum. Í stöðunni 15-13, heimakonum í vil, tóku gestirnir leikhlé. En það dugði ekki næginlega til þess að hægja á KA konum en þær voru komnar á gott skrið. Gestirnir tóku sitt annað leikhlé í stöðunni 19-14. Vösungskonur náðu aðeins að svara góðu spili KA en það dugði ekki til og KA vann hrinuna 25-20.

Í annarri hrinu komast heimakonur fljótt fram úr og halda forystunni út alla hrinuna og vinna aðra hrinu 25-20.

Í þriðju hrinu tóku gestirnir heldur betur við sér og spiluðu mjög vel og náðu góðri forystu um miðja hrinu og þá var ekki aftur snúið og þær byrjuðu að raða inn stigunum og unnu hrinuna hvorki meira né minna en 14-25.

Fjórða hrina byrjaði líkt og sú fyrsta þar sem gæða blak var spilað og virkilega gaman að fylgjast með leiknum. Hrinan þróaðist áfram eins og sú fyrsta og sigu hægt og rólega heimakonur fram úr, en í stöðunni 20-17 byrjuðu gestirnir fljótt að minnka forskotið og jöfnuðu leikinn 21-21. Mikil stemmning var í báðum liðunum og hvorugt liðið var tilbúið að gefa eftir. Að lokum unnu gestirnir hrinuna 25-27 og náðu því að knúa fram oddahrinu.

Í oddahrinunnni náðu heimakonur að byggja upp gott forskot og voru gestirnir komnir í heldur erfiða stöðu, en þegar skipt var um vallarhelming var staðan 8-4 KA í vil. En í takt við hvernig leikurinn var búin að þróast var Völsungskonur langt frá því að vera búnar að gefast upp. Þær náðu að minnka muninni í 9-8, KA í vil, þegar KA konur ákveða að taka leikhlé. Leikurinn hélt áfram að vera gríðarlega spennandi og komast gestirnir yfir í fyrsta skipti í hrinunni 11-12. Hrinan fer í upphækkun þar sem KA konur höfðu betur að lokum 16-14 og unnu þar með leikinn 3-2.

leikurinn stóðst allar væntingar og var virkilega skemmtilegt að horfa á bæði lið. Stigahæst í liði KA var Julia Bonet með 23 stig og þar á eftir var Paula Del Olmo með 19 stig. Í liði gestanna voru það Heiðdís Edda og Kristine Teivane með 15 stig hvor og þar á eftir var það Sigrún Anna með 13 stig.