Í dag fór tvíhöfði fram á Húsavík þar sem Völsungur tók á móti Aftureldingu bæði kvennamegin og karlamegin.
Karlarnir áttu fyrsta leik og stillti Afturelding upp sterku liði þrátt fyrir að hafa misst landsliðsmanninn Atla Fannar Pétursson vegna meiðsla úr síðasta leik. Völsungur er með unga og mjög efnilega leikmenn en þeir eru að tefla fram karlaliði í efstu deild í fyrsta skipti og verður gaman að sjá gengið þeirra í vetur.
Fyrsta hrina byrjaði vel hjá Aftureldingu en þeir komust í þæginlega forystu í stöðunni 15-4 með sterkum uppgjöfum og skilvirkum sóknum. Völsungur sýndi góða takta en náðu sér þó aldrei á strik og endaði hrinan 25-14 fyrir Aftureldingu.
Góðar uppgjafir og góð barátta í vörn kom Aftureldingu í aðra góða forustu þar sem þeir leiddu 15-7. Völsungur sýndi flott spil og góðar sóknir sem kom þeim inn í hrinuna en Afturelding náði þó að klára hrinuna sterkt og endaði hún 25-17.
Völsungur átti góða kafla í þriðjuhrinu sem hleypti Aftureldingu ekki jafn langt frá sér og í fyrri tveimur en gestirnir leiddu 15-10. Afturelding gaf þá ekkert eftir og með góðum uppgjöfum og flottum sóknum sem skilaði þeim sigri í þriðju hrinu 25-17 og þar með leikinn 3-0.
Ekki er vitað hvernig stigaskorið var í leiknum en fréttin verður uppfærð.
Völsungur-Afturelding kvk
í kvenna leiknum var það Afturelding sem byrjaði betur og var yfir 15-10. Völsungur átt mörg góð stig en gestirnir gáfu ekki eftir og unnu fyrstu hrinuna 25-18.
Í annari hrinu byrjaði Völsungur að krafti og setti pressu á gestina sem snéru þá vörn í sókn og leiddu 15-11. Afturelding hélt forustunni allan tímann og með góðum uppgjöfum unnu þær hrinuna 25-16.
Gestirnir héldu áfram með mikla pressu í uppgjöfunum líkt og í annari hrinu og voru yfir 15-10. Afturelding gekk svo á lagið og þrátt fyrir góða spilamennsku Völsunga endaði hrinan 25-15 og vann því Afturelding leikinn 3-0
Ekki er vitað hvernig stigaskorið var í leiknum en fréttin verður uppfærð.